Anna Kristín Ásbjörnsdóttir
Anna Kristín Ásbjörnsdóttir er fjallaleiðsögumaður og unnandi íslenskrar náttúru og sagna. Hún bjó og starfaði 10 ár í Frakklandi við að skipuleggja einstakar ævintýraferðir um Ísland, Grænland, Færeyjar og Noreg. Anna flutti heim til Íslands haustið 2007 og vinnur nú sem framkvæmdastjóri hjá Bike Company sem skipuleggur hjólaferðir um hálendi og höfuðborg Íslands.
Florence Helga Thibault
Florence Helga Thibault er íslensk í móðurætt og ólst upp og býr í Frakklandi en hefur mjög sterk tengsl og taugar til Íslands. Hún útskrifaðist sem myndlistarmaður úr Ecole Supérieure d´Art Neufville 1995 og hefur síðan þá sérhæft sig í myndskreytingum fyrir börn.
Hún hefur teiknað fyrir Iglo&Indi, hannað lampa með börn í huga og gefið út ógrynni korta, þar á meðal fyrir UNICEF.